Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar er eins og nafnið gefur til kynna rekið af Hauki Vagnssyni. Haukur er sonur Vagns Hrólfssonar sem fæddur er á Hesteyri og því á Haukur þangað sterkar rætur.
Haukur hóf siglingar árið 2012 á Hesteyri ÍS 95 sem hann sérhannaði til farþegaflutninga en áður hafði hann flutt ferðamenn og aðra gesti með föður sínum allt frá 6 ára aldri eða frá því 1973. Haukur gerþekkir því svæðið og hefur mikla reynslu af siglingu um svæðið.
Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar gerir út frá Bolungarvík, gengið er um borð í bátinn frá farþegarbryggjunni við Lækjarbryggju sem staðsett er beint fyrir neðan Olís verslun og Einarshúsið.

Hornstrandaferðir Hauks Vagnssonar
Lækjarbryggju
415 Bolungarvík
Sími 862-2221
Email: haukur@hornstrandaferdir.is