Hesteyri ÍS 95 er í grunninn Víkingur 800 bátur, byggður af Samtak í Hafnarfirði. Báturinn var endurbyggður og sérhannaður fyrir farþegasiglingar á árunum 2010 til 2012. Ný yfirbygging var þá sett á bátinn og sömuleiðis farþegarými, í hann sett nýtt rafmagn ásamt nýjum tækjum. Í raun var allt endurnýjað nema skelin sjálf. Á hann voru líka smíðaðir síðustokkar til að gera bátinn gríðarlega stöðugan. 2020 var sett ný og kraftmeiri vél í bátinn sem fleytir honum á allt að 25 mílna hraða.

Hesteyri ÍS 95 SskrNo 2349
Hesteyri ÍS 95 í legufærum á Hesteyri

Hesteyri ÍS 95 er sérstaklega gott sjóskip og fer mjög vel með farþegana. Farþegum líður vel í bátnum og ekki er óalgengt að allir í farþegarými sofni þegar báturinn vaggar fólki ljúflega í svefn eftir langar göngur.

Hesteyri ÍS 95
Farþegarými Hesteyri ÍS 95

Um borð í bátnum er öflugt afþreyingarkerfi, skjáir og hljóðkerfi. Á lengri siglingum er vinsælt að smella á barnamynd fyrir yngri kynslóðina eða hægt að horfa á góða ræmu ef þoka byrgir fagra sýn.

Haukur Vagnsson skipstjóri framan við Gathamar í Jökulfjörðum

Skipstjóri Hesteyri ÍS er Haukur Vagnsson, þaulreyndur skipstjóri í siglingum um svæðið. Haukur hefur frá barnsaldri flutt ferðamenn til Hornstranda, fyrst með föður sínum Vagni Margeir Hrólfssyni en síðar sjálfur á eigin bát.