Viltu frekar gista í húsi en í tjaldi? Flest hús á Hornströndum eru í einkaeigu og eru ekki leigð út, hinsvegar er Haukur Vagnsson eigandi Hornstrandaferða ættaður frá Hornströndum þar sem skildleiki er mikill og því flestir húseigendur annaðhvort frændur, frænkur vinir eða á einhvern hátt tengdir okkur. Því eigum við auðveldar með að fá hús fyrir okkar hópa. Ef þig vantar gistingu á Hornströndum, þá getum við líklegast hjálpað. Við hjá Hornstrandaferðum getum útvegað eða haft milligöngu um gistingu á eftirfarandi stöðum:

  • Hesteyri (Læknishúsið)
  • Aðalvík
  • Fljótavík
  • Hlöðuvík
  • Hornbjargsviti
  • Grunnavík
  • Flæðareyri
  • Bolungarvík (fyrir/eftir ferð)

Vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 862-2221 eða sendið póst á haukur@hornstrandaferdir.is til að fá nánari upplýsingar um möguleika á gistingu.