Til að bóka ferð með Hesteyri ÍS, smellið á áfangastaðinn fremst eða á hnappinn “Bóka” aftast í töflunni.
- Hornstrandaferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir í friðland Hornstranda frá 1. júní til loka ágúst.
Farþegabátur okkar, Hesteyri ÍS 95 er hraðskreiður trefjaplastbátur sem getur tekið 24 farþega og er einstaklega góður sjóbátur.
- Hér fyrir neðan er siglingaráætlun okkar sem sýnir brottfarartíma frá Bolungarvík. Brottfarartímar frá öðrum stöðum koma fram við bókun.
- Vinsamlegast hafðu samband ef þú ert að leita að sérferð fyrir hópinn þinn, finnur ekki áfangastaðinn sem þú ert að leita að eða tímasetning áætlunar hentar ekki.
Áætlunarferðir, stakir leggir:
Áfangastað | Verð | Mánudag | Þriðjudag | Miðvikudag | Fimmtudag | Föstudag | Laugardag | Sunnudag | Bóka Núna! |
Hesteyri | 12.900 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | Bóka |
Slétta | 12.900 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | Bóka | ||||
Grunnavík | 12.900 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | Bóka | ||||
Veiðileysufj. | 13.900 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | Bóka |
- Verð fyrir staka leggi hér að ofan eru fyrir aðra leiðina, ekki fram og til baka.
- Verð fyrir dagsferðir hér fyrir neðan eru fyrir báðar leiðir, fram og til baka.
Áætlunarferðir, dagsferðir:
Heiti ferðar | Verð | Mánudag | Þriðjudag | Miðvikudag | Fimmtudag | Föstudag | Laugardag | Sunnudag | Bóka Núna! |
Heimsókn á Hesteyri | 17.900 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | 9:00 | Bóka |
Hvalaskoðun | 16.900 | 13:00 | 13:00 | 13:00 | 13:00 | 13:00 | 13:00 | 13:00 | Bóka |
Athugið!
- Hópar geta óskað eftir sérferð á þeim dögum og tíma sem þeim hentar, utan áætlunar.
Nánari upplýsingar í síma 862-2221 eða haukur@hornstrandaferdir.is - Eðlilegur farangur dagsferða eða gönguferða telst vera einn (1) bakpoki á mann, um það bil 20 kg. Við innheimtum gjald fyrir aukafarangur, þ.e. ef farangur fer umfram það sem eðlilegt getur talist.
Annað gildir um húsafólk sem dvelur lengri tíma. - Ef ferðast er með aukabúnað, s.s. kajak, þungan myndavélabúnað eða annan þungan eða fyrirferðamikinn búnað eða vörur, innheimtum við aukagjald.
- Við innheimtum kr 4.500 fyrir hverja auka 20 kg. einingu.
- Semja má um fast verð fyrir aukaflutning fyrirfram.
- Aukagjald fyrir hund er kr 4.500. Þeir sem ferðast með hunda þurfa helst að hafa þá í búri. Hundar geta því miður ekki komið inn í farþegarýmið vegna hættu á ofnæmi hjá farþegum. Þeir sem hafa hunda með sér þurfa að kynna sér vandlega reglur um hunda í friðlandinu.
- Ef báturinn er leigður í sérferð, þá getur viðskiptavinur samið um t.d. útsýnissiglingu eða hvalaskoðun svo dæmi sé tekið eða óskað eftir því að bátur bíði á áfangastað.
Verð fyrir bið er kr. 50.000 á klukkustund. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar eða tilboð. - Börn að 4 ára aldri ferðast frítt hjá okkur, 4 til 12 ára fá 50% afslátt. Eldri borgarar fá 10% afslátt.
- Hesteyri ÍS 95 siglir frá Lækjabryggju í Bolungarvík.
- Farþegar skulu mæta tímanlega, að minnsta kosti 30 mínútum fyrir brottför.