Þér/ykkur er hér með boðið á Haustfagnað Hornstrandaferða og Hauks Vagnssonar sem fram fer í byrjun október. Við bjóðum velkomna alla sem hafa nýtt sér þjónustu frá Hornstrandaferdir.is. frá stofnun fyrirtækisins. Auk þess eru allir áhugasamir um ferðir til Hornstranda boðnir velkomnir, þér er semsagt heimilt að taka með þér gesti 😊

Dagskrá kvöldsins:
19:30 – 20:00 Gestir mæta
20:00 – 20:30 Kvöldverður framreiddur
20:30 – 22:00 Fjölbreitt skemmtidagskrá, þar sem fjöldi tónlistarmanna kemur fram auk þess sem sagðar verða ferðasögur, fjöldasöngur, mynda- og myndbands sýningar, kynningar, tónlistarflutningur, upplestur, happadrætti með fullt af ferðavinningum ofl skemmtilegt.
22:00 – 01:00 Dansleikur með lifandi tónlist

Þér er boðið frítt inn á viðburðinn og dansleik í framhaldi af skemmtidagskránni, en gert er ráð fyrir að allir panti sér mat á sérstöku tilboðsverði og greiði hver fyrir sig.
Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn hér fyrir neðan í síðasta lagi 15. september, því aðeins skráðir gestir fá aðgang.

Sjáumst hress á Haustfagnaði Hornstrandaferða 🙂