Til að bóka ferð með Hesteyri ÍS, smellið á áfangastaðinn fremst eða á hnappinn “Bóka” aftast í töflunni.
Hornstrandaferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir í friðland Hornstranda frá 1. júní til loka ágúst. Farþegabátur okkar, Hesteyri ÍS 95 er hraðskreiður trefjaplastbátur sem getur tekið 24 farþega og er einstaklega góður sjóbátur.
Hér fyrir neðan er siglingaráætlun okkar sem sýnir brottfarartíma frá Bolungarvík. Brottfarartímar frá öðrum stöðum koma fram við bókun.
Vinsamlegast hafðu samband ef þú ert að leita að sérferð fyrir hópinn þinn, finnur ekki áfangastaðinn sem þú ert að leita að eða tímasetning áætlunar hentar ekki.
Hópar geta óskað eftir sérferð á þeim dögum og tíma sem þeim hentar, utan áætlunar. Nánari upplýsingar í síma 862-2221 eða haukur@hornstrandaferdir.is
Öll verð hér að ofan eru fyrir aðra leiðina, ekki fram og til baka.
Eðlilegur farangur dagsferða eða gönguferða telst vera einn (1) bakpoki á mann, um það bil 20 kg. Við innheimtum gjald fyrir aukafarangur, þ.e. ef farangur fer umfram það sem eðlilegt getur talist. Annað gildir um húsafólk sem dvelur lengri tíma.
Ef ferðast er með aukabúnað, s.s. kajak, þungan myndavélabúnað eða annan þungan eða fyrirferðamikinn búnað eða vörur, innheimtum við aukagjald.
Við innheimtum kr 4.500 fyrir hverja auka 20 kg. einingu.
Semja má um fast verð fyrir aukaflutning fyrirfram.
Aukagjald fyrir hund er kr 4.500. Þeir sem ferðast með hunda þurfa helst að hafa þá í búri. Hundar geta því miður ekki komið inn í farþegarýmið vegna hættu á ofnæmi hjá farþegum. Þeir sem hafa hunda með sér þurfa að kynna sér vandlega reglur um hunda í friðlandinu.
Ef báturinn er leigður í sérferð, þá getur viðskiptavinur samið um t.d. útsýnissiglingu eða hvalaskoðun svo dæmi sé tekið eða óskað eftir því að bátur bíði eftir honum á áfangastað. Verð fyrir bið er kr. 30.000 á klukkustund. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar eða tilboð.
Börn að 4 ára aldri ferðast frítt hjá okkur, 4 til 12 ára fá 50% afslátt. Eldri borgarar fá 10% afslátt.
Hesteyri ÍS 95 siglir frá Lækjabryggju í Bolungarvík.
Farþegar skulu mæta tímanlega, að minnsta kosti 30 mínútum fyrir brottför.