Hornstrandaferðir – Stysta, Fljótlegasta og Ódýrasta leiðin!
ALMENNIR SKILMÁLAR:
Lágmarksfjöldi farþega:
Hornstrandaferðir áskilur sér rétt til að fella niður ferð hafi lágmarksfjölda farþega ekki verið náð. Í slíku tilfelli er tilkynning send í tölvupósti og getur farþegi þá fengið endurgreitt eða umbókað í næstu mögulegu ferð.
Veður og aðstæður:
Sigling og ferðir um Hornstrandir eru háðar veðri og ástandi á svæðinu. Hornstrandaferðir áskilja sér rétt til að breyta ferðaáætlun eða hætta við ferð þína hvenær sem er til öryggis ef aðstæður eru þess eðlis. Breytt ferðaáætlun veitir viðskiptavinum ekki rétt til endurgreiðslu. Full endurgreiðsla er þó gefin ef við afbókum ferð. Hafðu í huga að á Ísland er alltaf Ísland, veður og aðstæður geta breyst hratt hér á landi.
Ferðatryggingar:
Farþegar Hornstrandaferða eru tryggðir með lögbundinni ábyrgðartryggingu farsala og flutningsaðila, hinsvegar mælum við eindregið með ferðatryggingum og hvetjum til þess að þær séu keyptar fyrir ferðalagið. Slíka tryggingar er venjulega ekki dýrar en bæta að öllu jöfnu fyrir óhöpp, ferðarof eða annað sem gæti komið upp.
Áfengi og eiturlyf
Við áskiljum okkur rétt til að neita viðskiptavinum sem augljóslega eru undir miklum áhrifum áfengis og / eða fíkniefnum að ferðast með okkur af öryggisástæðum. Við slíkar kringumstæður verða engar endurgreiðslur gefnar.
Búnaður og viðeigandi fatnaður
Við áskiljum okkur rétt til að neita flutning á farþegum yfir til Hornstranda sem augljóslega eru ekki með viðeigandi búnað eða fatnað og eru almennt ekki tilbúnir til að fara í ferðina. Í þessu tilfelli verður engin endurgreiðsla gefin.
Farangur og aukaþjónusta
Eðlilegur farangur telst vera 1 bakpoki á mann, ca 20kg. Í tilfelli hópa t.d. í sérferð er miðað við 40 kg á mann með mat og búnaði. Við innheimtum gjald fyrir auka farangur ef farangur fer umfram það sem eðlilegt telst.
Ef ferðast er með aukabúnað s.s. kayak, þungan myndavélabúnað eða annan þungan eða fyrirferðamikinn búnað eða vörur innheimtum við auka gjald.
Ferðamönnum er óheimlt að koma með hunda inn í friðland Hornstranda, en landeigendur hafa til þess heimild gegn ákveðnum skilmálum Umhverfisstofnunar, sjá nánar hér!
Aukagjald er tekið fyrir hund. Þeir sem ferðast með hund, þurfa helst að hafa hann í búri og getur hann ekki komið inn í farþegarýmið vegna mögulegs ofnæmis annarra farþega.
NoShow – Ekki mætt í ferð
Ef gestur mætir ekki tímanlega í siglingu og missir af bátnum verður ekki veitt endurgreiðsla. Ef ástæðan er meiðsl eða slys hvetjum við þig til að hafa samband við ferðatryggingarfyrirtækið þitt. Við myndum vera fús til að skrifa bréf til að styðja kröfu þína.
GREIÐSLUR OG AFBÓKUNARSKILMÁLAR:
Sérferðir og hópar
Fyrir sérferðir og hópa þarf að greiða staðfestingargjald að upphæð 25% af heildarverði þegar ferðin er bókuð og krafist er fullrar greiðslu eigi síðar en 30 dögum fyrir brottför ferðarinnar.
Afpantanir fyrir sérferðir og hópa
Viðskiptavinir sem vilja hætta við bókun sína verða að tilkynna Hornstrandaferðum það strax skriflega. Eftirfarandi afpöntunargjöld eiga við (reiknað á mann), reiknuð frá þeim degi sem tilkynning berst:
25% af heildarverði ef afpantað er formlega meira en tveimur vikum fyrir brottför.
50% af heildarverði ef afpantað er formlega tveimur vikum (14 dögum) eða skemur fyrir brottför.
100% af heildarverði ef afpantað er formlega með viku (7 daga) eða minna fyrir brottför.
Áætlunarferðir og dagsferðir
Allar dagsferðir og áætlaðar bátsferðir ættu að vera greiddar að fullu þegar bókað er.
Afpantanir fyrir áætlunarferðir og dagsferðir
Viðskiptavinir sem vilja hætta við bókun sína verða að tilkynna Hornstrandaferðum það strax skriflega. Eftirfarandi afpöntunargjöld eiga við (reiknað á mann), reiknuð frá þeim degi sem tilkynning berst:
10% af heildarverði ef afpantað er formlega með meira en viku (7 daga) fyrir brottför.
30% af heildarverði ef afpantað er formlega með viku (7 daga) eða minna fyrir brottför.
100% af heildarverði ef afpantað er formlega innan 2 daga (48 klukkustundir) fyrir brottför.